Framlög til heilbrigðismála hækka um 3,7 milljarða

Fram­lög til heil­brigðismála hækka um í kring­um 3,7 millj­arða króna að raun­v­irði frá fjár­lög­um fyrra árs og nem­ur hækk­un­in 1,2%. Þar veg­ur þyngst að fjár­veit­ing­ar til heil­brigðis­stofn­ana og sjúkra­trygg­inga eru aukn­ar um rúma þrjá millj­arða króna til að koma til móts við aukna eft­ir­spurn vegna fólks­fjölg­un­ar og öldrun­ar þjóðar­inn­ar.

Þetta kem­ur fram í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2023 sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra kynnti í morg­un. Sam­tals nema út­gjöld­in til heil­brigðismála 320 millj­örðum króna. 

Fjár­heim­ild eykst um 1,2 millj­arða króna vegna rekst­urs nýrra hjúkr­un­ar­rýma sem eru á fram­kvæmda­áætl­un um bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma sem er gert ráð fyr­ir að verði tek­in í notk­un á næsta ári.

Fjár­heim­ild hækk­ar jafn­framt um 1 millj­arð króna vegna viðbygg­ing­ar Grens­ás­deild­ar Land­spít­ala, auk þess sem 400 millj­ón­ir króna renna í end­ur­bæt­ur á sjúkra­hús­inu á Sel­fossi.

Landspítalinn.
Land­spít­al­inn. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Til lækk­un­ar vega á móti m.a. lækk­un fram­lags til bygg­ing­ar Nýs Land­spít­ala á Hring­braut og bygg­ing­ar nýrr­ar legu­deild­ar við Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. Í frum­varp­inu seg­ir að fram­kvæmda­ferl­ar hafi hliðrast í tíma og þannig í raun spornað gegn þenslu. Þungi fram­kvæmd­anna verður þannig síðar en áætlað var.

Fjár­heim­ild­ir falla einnig niður sem voru veitt­ar til tíma­bund­inna verk­efna vegna Covid-19, svo sem 1,4 millj­arðar vegna kaupa á bólu­efni og 540 millj­ón­ir vegna far­sótt­ar­deild­ar Land­spít­ala í Foss­vogi, auk rekstr­ar­fram­lags tli heil­brigðis­stofn­ana vegna far­ald­urs­ins.

Fram kem­ur að í krón­um talið hafi fram­lög til heil­brigðismála auk­ist mest, eða sem svar­ar 40 millj­örðum króna frá ár­inu 2020, sem er 14% aukn­ing.

Bjarni Benediktsson er hann kynnti fjárlagafrumvarpið í morgun.
Bjarni Bene­dikts­son er hann kynnti fjár­laga­frum­varpið í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is