Gjöld á áfengi og tóbak hækki

Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru um 25,5 milljarða króna fyrir …
Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru um 25,5 milljarða króna fyrir árið 2023. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2023 sem kynnt var í morg­un kem­ur fram að gjöld á áfengi og tób­aki munu hækka og að af­slátt­ur á sömu vör­um verði lækkaður í toll­frjálsri versl­un.

Í frum­varp­inu er lagt til að áfeng­is- og tób­aks­gjald verði hækkað um 7,7%.

Þá er lagt til að áfeng­is­gjald sem lagt er á toll­frjáls­an varn­ing mun fara úr 10% í 25% og tób­aks­gjald úr 40% í 50%, verði fjár­laga­frum­varpið samþykkt.

Breyt­ing­in á af­slætti á áfengi og tób­aki í toll­frjálsri versl­un er áætlað að leiða til um 700 millj­óna króna auk­ins hagnaðar rík­is­sjóðs.

Áætlaðar tekj­ur af áfeng­is­gjaldi eru um 25,5 millj­arða króna fyr­ir árið 2023 en áætlaðir voru 23,2 millj­arðar árið 2022.

mbl.is