Hefði viljað meiri stuðning við heimilin

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Sigurður Bogi

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), seg­ir að við fyrstu sýn blasi það við að í raun og veru við að frek­ar sé verið að skera niður með fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2023 held­ur en að byggja upp.

„Við auðvitað hefðum viljað sjá miklu meiri áherslu á að auka tekj­ur rík­is­sjóðs til að mæta þess­um út­gjöld­um sem eru núna tíma­bund­in vegna ástands­ins,“ seg­ir Kristján í sam­tali við mbl.is.

Þá nefn­ir hann að hann hefði viljað sjá hækk­un á banka­skatti, mögu­leg komu­gjöld á ferðamenn og hækk­un á fjár­magn­s­tekju­skött­um til að draga úr þenslu og úr halla­rekstri þannig að í raun og veru væri hægt að halda áfram innviðafram­kvæmd­um.

Kristján bæt­ir við að hann hefði viljað sjá mikið meiri stuðning við heim­il­in í land­inu á þess­um tíma­punkti þegar út­gjöld­in eru að aukast veru­lega.

Erfiðleik­ar heim­il­anna að aukast

„Má þar nefna til dæm­is vaxta­bóta­kerfið en það er ekki verið að bæta fjár­mun­um þar inn til að styðja við heim­il­in þegar vext­ir eru að hækka. Það er eitt­hvað sem að ég hefði viljað sjá að yrði gert,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við:

„Maður hefði viljað meiri fókus ein­mitt á þetta að sækja svo­lítið á tekju­hliðina og halda áfram með nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir í innviðum.“

Kristján seg­ir ASÍ hafa veru­lega mikl­ar áhyggj­ur af stöðu heim­il­anna. „Þegar út­gjöld heim­ila og vext­ir hafa hækkað jafn snart og raun ber vitni að þá er aug­ljóst að erfiðleik­ar heim­il­anna eru að aukast og maður hefði viljað sjá meira þar,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is