Lækka framlag sem skilaði þjóðarbúinu milljörðum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2023 í dag. Þar …
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2023 í dag. Þar er gert ráð fyrir að sérstakt framlag vegna loðnurannsókna verði ekki framlengt. mbl.is/Árni Sæberg

Sér­stakt 165 millj­óna króna fram­lag til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ætlað aukn­um loðnu­rann­sókn­um verður ekki fram­lengt, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árið 2023. Stór­ar loðnu­vertíðir hafa skilað þjóðarbú­inu millj­örðum króna.

Vegna loðnu­brests var ákveðið 2018 að veita sér­stakt fram­lag í fimm ár til auk­inna loðnu­rann­sókna, en eng­ar loðnu­veiðar urðu 2018 og ekki held­ur 2019. Brös­ug­lega gekk að finna loðnuna þrátt fyr­ir aukið fjár­fram­lag, meðal ann­ars vegna haf­íss og veður­lags.

Ung­loðna sást í mæl­ing­um 2019 en ekki gekk að finna mikið magn af loðnu í leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar 2020 vegna veðurs. Var talið að þyrfti að mæla meira við betri veður­skil­yrði, en vegna fjár­skorts stóð til að bíða til janú­ar 2021 að hefja mæl­ing­ar á ný. Mikl­ir hags­mun­ir voru sagðir und­ir og ákváðu Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) að leggja 65 millj­ón­ir til loðnu­leit­ar í des­em­ber 2020.

„Góð loðnu­vertíð get­ur að lík­ind­um aukið út­flutn­ings­tekj­ur um 30 millj­arða króna og marg­föld­un­ar­áhrif í hag­kerf­inu öllu eru að lík­ind­um tvö­föld eða þreföld, líkt og með aukn­um tekj­um starfs­manna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga og þjón­ustuaðila sjáv­ar­út­vegs,“ sagði í til­kynn­ingu SFS vegna stuðnings sam­tak­anna við loðnu­leit­ina.

Góð loðnuvertíð skilr milljörðum í útflutningstekjur.
Góð loðnu­vertíð skilr millj­örðum í út­flutn­ings­tekj­ur. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Tug­ir millj­arða

Leiðang­ur­inn skilaði ár­angri og var í kjöl­farið gef­in út 175 þúsund tonna ráðgjöf og skilaði vertíðin um 20 milljöðrum í út­flutn­ings­verðmæti, en verð voru óvenju há.

Ráðgjöf vegna veiðanna 2022 nam um 900 þúsund tonn­um, mesta í tvo ára­tugi, þar af veiddu ís­lensku skip­in rúm­lega 600 þúsund tonn sem hef­ur verið áætlað að skili yfir 50 millj­örðum í út­flutn­ings­tekj­ur.

„Með stór­auknu afla­marki nú mynd­um við sjá fram á um­tals­vert meiri út­flutn­ings­tekj­ur og hag­vöxt um­fram vænt­ing­ar á næsta ári,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, 1. októ­ber 2021 um loðnuráðgjöf haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Þannig bæt­ist enn í góðar horf­ur og lík­urn­ar aukast á að við get­um vaxið enn hraðar út úr kór­ónukrepp­unni á kom­andi miss­er­um,“ sagði Bjarni.

200 millj­ón­ir í hvala­taln­ingu

Þá fell­ur einnig niður 96 millj­óna króna tíma­bundið fram­lag til efl­ing­ar grunn­rann­sókna á líf­ríki sjáv­ar og bættr­ar vökt­un­ar á nytja­stofn­um.

Rík­is­stjórn­in legg­ur til að Haf­rann­sókna­stofn­un verði veitt­ar 200 millj­ón­ir í eitt ár vegna hvala­taln­inga á ár­inu 2023 og er vak­in at­hygli á því að átta ár eru frá því að taln­ing­ar fóru fram síðast.

„Hvala­taln­ing­ar eru grund­völl­ur rann­sókna á ástandi hvala­stofna. Þessi aðgerð sam­rým­ist mark­miði 1 um sjálf­bæra nýt­ingu og vist­kerf­is­nálg­un við stjórn­un fisk­veiða,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Átta ár eru frá síðustu talningu hvala við Íslandsstrendur.
Átta ár eru frá síðustu taln­ingu hvala við Íslands­strend­ur. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son
mbl.is