Raunhæft að fækka ríkisstofnunum um þriðjung

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra, vill halda áfram að sam­eina rík­is­stofn­an­ir með það að mark­miði að ein­falda kerfið og ná fram hagræðingu meðal ann­ars þegar kem­ur að al­mennri rekstr­arþjón­ustu og tækni- og tölvuþjón­ustu við stofn­an­irn­ar. Þetta sagði Bjarni í kynn­ingu á nýju fjár­laga­frum­varpi fyr­ir kom­andi ár á fundi í morg­un.

Eft­ir fund­inn ræddi Bjarni við mbl.is og fór nán­ar út í þess­ar hug­mynd­ir og hvað hann sæi fyr­ir sér í sam­ein­ing­ar­mál­um. Rétt er þó að geta að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Bjarni nefn­ir sam­ein­ingu rík­is­stofn­ana, því það gerði hann líka í mars þegar fjár­mála­áætl­un fyr­ir næstu fimm ár var kynnt. Þá setti hann fyr­ir um tveim­ur mánuðum sam­an starfs­hóp sem mun vinn að því að ein­falda stofn­ana­kerfi rík­is­ins. Stefnt er að því að gera það með því að fækka stofn­un­um enn frek­ar og sam­eina aðrar. 

Bæði þá og nú voru rík­is­stofn­an­ir sam­tals 163 tals­ins, en til viðbót­ar er 61 sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd. Benti Bjarni á að fá­menn­asta rík­is­stofn­un­in væri með aðeins tvo starfs­menn, en Land­spít­al­inn, sem væri fjöl­menn­asta stofn­un­in væri með um 6.500 starfs­menn.

Bend­ir Bjarni á að und­an­farið hafi meðal ann­ars Skatt­ur­inn og Toll­ur­inn sam­ein­ast. Þá hafi Fjár­mála­eft­ir­litið farið und­ir hatt Seðlabank­ans og Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins og Rík­is­eign­ir hafi einnig sam­ein­ast.

„Enn of mikið af smá­um rík­is­stofn­un­um“

En hvað er framund­an? „Dóms­málaráðherra hef­ur verið að boða breyt­ing­ar hjá sýslu­mönn­um og ég veit að barna­málaráðherra er að at­huga hvort hann geti náð meiri sam­legð með því að sam­eina á einn stað alla þá aðila sem eru að vinna að mál­efn­um barna og fjalla um vel­ferð barna. Það er í hverju ráðuneyti eitt­hvað. Ég veit til dæm­is að um­hverf­is­ráðuneytið er með mörg slík verk­efni í skoðun. Það er víða verið að skoða slík verk­efni og það er mik­il­vægt því það er enn of mikið af smá­um rík­is­stofn­un­um,“ seg­ir Bjarni.

Spurður hversu mikið svig­rúm hann telji til þess að fækka stofn­un­um og hvort hann sjái fyr­ir sér að sú tala gæti farið und­ir 100 seg­ir Bjarni: „Mér finnst það mjög raun­hæft mark­mið ef það næst ein­hver kraft­ur í þá vinnu.“

Fyrr á þessu ári sagði Bjarni að hann hefði lengi verið á þeirri skoðun að lág­marks­stærð ætti að vera á stærð rík­is­stofn­ana. Það hefði meðal ann­ars verið eitt af fyrstu mál­um sem hann lagði fram sem þingmaður fyr­ir rúm­um tveim­ur ára­tug­um. Taldi hann þá ekki verj­andi að koma á fót rík­is­stofn­un fyr­ir fimm eða færri. „Það kann að vera að hægt sé að rétt­læta með tíu manns, en minna en það finnst mér orðið mjög vafa­samt og ætti bara að vera í al­gjör­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um,“ sagði Bjarni í mars.

mbl.is