Stóra breytingin verður kílómetragjaldið

Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarpið í morgun.
Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarpið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Bif­reiðagjald mun hækka á næsta ári og nýtt lág­marks­vöru­gjald verður sett á bif­reiðar sem leiðir til þess að full­ur af­slátt­ur af vöru­gjöld­um á raf­magns­bíla verður úr sög­unni. Stóra breyt­ing­in verður hins veg­ar þegar farið verður í inn­leiðingu á kíló­metra­gjaldi. Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra, seg­ir að von­andi verði tekn­ar ákv­arðanir um það á næsta ári.

Hingað til hafa eig­end­ur raf­magns­bíla og ten­gilt­vinn­bíla fengið ým­isskon­ar stuðning vegna kaupa og rekst­urs slíkra bíla. Þá hafa einnig komið inn litl­ar tekj­ur vegna notk­un­ar þess­ara bíla af vega­kerf­inu, en fyr­ir bens­ín- og dísil­bíla koma slík gjöld í gegn­um skatta á eldsneyti.

„Ég sé fyr­ir mér að smám sam­an muni bens­ín- og dísil­gjöld gefa eft­ir og jafn­vel vera af­num­in en að eft­ir standi kol­efn­is­gjald,“ seg­ir Bjarni spurður út í framtíðar­horf­urn­ar í þess­um efn­um. „Við breyt­um þess­um gjöld­um yfir í kíló­metra­gjöld, en gjald­tak­an er að öðru leyti enn í mót­un.“

Sér fyr­ir sér lægra meðal­vöru­gjald til framtíðar

Á kynn­ing­ar­fundi vegna fjár­laga fyr­ir kom­andi ár ræddi Bjarni þessi mál og sýndi gögn um að vöru­gjöld vegna ný­skráðra fólks­bíla hefðu lækkað úr 642 þúsund niður í 288 þúsund á síðasta ára­tug. Þá væri einnig af­slátt­ur af bif­reiðagjöld­um fyr­ir raf­magns- og ten­gilt­vinn­bif­reiðar og sem fyrr seg­ir litl­ar aðrar tekj­ur af notk­un þeirra.

Spurður hvort von sé á að tekj­ur vegna bif­reiða og notk­un­ar þeirra muni ein­hvern tím­ann aft­ur ná fyrri stað seg­ir Bjarni erfitt að segja til um það. „En við mun­um fara í átt­ina að því.“ Bæt­ir hann við að of mikið væri sagt ef gert væri ráð fyr­ir að ná tekj­un­um að fullu. Þá þyrfti að fara í end­ur­skoðun á því hvernig horfa ætti á vöru­gjöld­in. Í dag helg­ast þau af los­un, en með raf­magns­bíl­um þurfi eitt­hvað nýtt að sögn Bjarna. Hann ger­ir hins veg­ar ekki ráð fyr­ir að vöru­gjöld­in verði jafn há og áður. „Ég sé fyr­ir mér lægra meðal­vöru­gjald til lengri tíma en við höf­um séð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina