Árni gefur lítið fyrir skýringar Ólafs

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skýringar formanns SFS á …
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skýringar formanns SFS á því hvers vegna erfitt sé að samþykkja kröfu sjómanna um auknar greiðslur í lífeyrissjóð ekki sannfærandi. mbl.is/Hákon Pálsson

Árni Bjarna­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, gef­ur lítið fyr­ir skýr­ing­ar Ólafs Helga Marteins­son­ar, for­manns Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), á ástæðu þess að ekki hafi tek­ist að semja nýj­an kjara­samn­ing sjó­manna. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir Árni ekki ósann­gjarnt að út­gerðin greiði 3,5% viðbótar­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð.

Ólaf­ur sagði í viðtali í blaði 200 mílna þann 27. ág­úst síðastliðinn að ástæða þess að erfiðlega gengi að semja og að koma til móts við þessa kröfu sjó­manna væri að sjó­menn væru í hluta­skipta­kerfi þar sem þeir fá fast­an hlut af afla­verðmæt­inu. Ef greitt yrði meira í líf­eyr­is­sjóð af hálfu út­gerða væru sjó­menn að fá auk­inn hlut á kostnað út­gerðar­inn­ar án þess að hægt væri að hagræða á móti eins og í öðrum at­vinnu­grein­um.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Árni send­ir 200 míl­um nú í morg­un seg­ir hann: „Und­an­far­in ára­tug hef­ur átt sér stað um­fangs­mesta hagræðing í sjáv­ar­út­vegi  frá upp­hafi fisk­veiða. Reynd­ar mis af­ger­andi milli veiðigreina. Við blas­ir að gríðarleg end­ur­nýj­un sem átt hef­ur sér stað í flot­an­um með mikl­um fjölda nýrra, stærri og smærri fiski­skipa.“

Ólaf­ur vakti í viðtal­inu at­hygli á minnk­andi ol­íu­notk­un ís­lenska fiski­skipa­flot­ans og seg­ir Árni það vera dæmi um tækni­fram­far­ir og hagræðingu. „Benda má á að olíu­verð hef­ur áhrif á skipta­kjör til sjó­manna. Þrátt fyr­ir þá hagræðingu sem átt hef­ur sér stað hjá út­gerðinni með spar­neytn­ari vél­um í fiski­skip­um, sem leitt hef­ur til minni ol­íu­notk­un­ar við að sækja afl­ann, eru skipta­kjör­in til sjó­manna miðuð við að eng­in sparnaður hafi orðið hjá út­gerðinni vegna tækni­fram­fara í vél­búnaði skip­anna.“

Þá sé al­gengt að nýtt skip komi í stað tveggja eldri og jafn­vel fleiri sem hafi leitt af sér fækk­un í stétt fiski­manna sem nú eru aðeins um 2.900, að sögn Árna. „Fækk­un í áhöfn skipa hef­ur leitt til þess að hlut­fall launa­kostnaðar af afla­verðmæti hef­ur lækkað í mörg­um veiðigrein­um. M.ö.o. þá hef­ur hagræðing­in verið í gangi sem aldrei fyrr und­an­far­in ár og hagnaður, fjár­fest­ing­ar og arðgreiðslur náð nýj­um hæðum. Á sama tíma blas­ir við að mun meira afla­magn og þar af leiðandi stór­auk­in verðmæta­sköp­un skap­ast að meðaltali af hverj­um og ein­um þeirra fiski­manna sem eft­ir eru.“

„Það er því ekki ósann­gjörn krafa að á móti allri þeirri hagræðingu sem orðið hef­ur í út­gerðinni und­an­far­in ár og vegna vinnu­tíma­stytt­ing­ar­inn­ar í landi að út­gerðin greiði án und­an­bragða 3,5% viðbótar­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð vegna þeirra sjó­manna sem hjá þeim starfa,“ seg­ir Árni að lok­um.

mbl.is