Látnir einstaklingar fá líka loftlagsbónus

Lofslagsbónus hefur verið greiddur til fullorðinna einstaklinga sem hafa verið …
Lofslagsbónus hefur verið greiddur til fullorðinna einstaklinga sem hafa verið búsettir í Austurríki í 6 mánuði eða lengur það sem af er ári. AFP

Í Aust­ur­ríki fá jafn­vel látn­ir ein­stak­ling­ar aðstoð frá rík­inu til að tak­ast á við hækk­andi orku­verð í Evr­ópu. Frá sept­em­ber­byrj­un hafa full­orðnir ein­stak­ling­ar sem bú­sett­ir hafa verið í Aust­ur­ríki í að minnsta kosti sex mánuði það sem af er ári fengið greidd­ar 500 evr­ur í "loft­lags­bón­us".

Kerfið ger­ir ekki grein­ar mun á því hvort ein­stak­ling­ar séu á lífi eða ekki og eru marg­ir látn­ir ein­stak­ling­ar ennþá í gagna­grunn­in­um. Þetta hef­ur haft það í för með sér að pen­ing­ur streym­ir úr rík­is­sjóði til ein­stak­linga hvort sem þeir eru á lífi eða ekki.

Lofts­lags­bón­us­inn var upp­haf­lega kynnt­ur til þess að dreifa hluta þeirra fjár­muna sem safnað var með kol­efn­is­skatti til neyt­enda. Upp­hæðin var síðan hækkuð eft­ir gríðarlega hækk­un á orku­kostnaði í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu og koma þannig til móts við neyt­end­ur.

mbl.is