Óvissa skerðir tækifæri framtíðarinnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Árni Sæberg

Árið 2007 ákváðu fær­eysk stjórn­völd að innkalla all­ar afla­heim­ild­ir í sjáv­ar­út­vegi ára­tug síðar, árið 2017, og að þær yrðu í kjöl­farið boðnar út til hæst­bjóðenda. Á þessu tíu ára tíma­bili kom ekk­ert nýtt skip inn í fær­eyska flot­ann.

„Þarna höf­um við gott dæmi um það hversu fljótt get­ur fjarað und­an verðmæta­sköp­un í at­vinnu­grein sem þarf mikið fjár­magn og býr við mikla áhættu. Þetta verður að forðast,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í viðtali við ViðskiptaMogg­ann í dag. Þar er hún meðal ann­ars spurð um þá óvissu sem sjáv­ar­út­veg­ur býr við vegna orðræðu stjórn­mála­manna, og svar­ar því til að óvissa sé slæm fyr­ir all­an rekst­ur, ekki bara sjáv­ar­út­veg.

Gríp­um ekki tæki­fær­in

„Hún tak­mark­ar fyr­ir­sjá­an­leika og kem­ur í veg fyr­ir að fyr­ir­tæki geti gert raun­hæf­ar áætlan­ir til lengri framtíðar. Í þannig um­hverfi halda fyr­ir­tæki að sér hönd­um, fjár­fest­ing­ar verða minni og það dreg­ur úr verðmæta­sköp­un. Óviss­an veld­ur því að við gríp­um ekki tæki­fær­in sem eru fyr­ir fram­an okk­ur. Það er því óheppi­legt að það fari reglu­lega fram umræða um það hvernig eigi að umbreyta kerf­inu í veru­leg­um atriðum,“ seg­ir Heiðrún Lind jafn­framt.

Í viðtal­inu er meðal ann­ars rætt um störf nefnd­ar sem ætlað er að greina áskor­an­ir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og hvort vinna nefnd­ar­inn­ar sé til þess fall­in að skila ein­hverri niður­stöðu, um sam­keppn­is­hæfni sjáv­ar­út­vegs­ins er­lend­is, og margt fleira.

Lestu ít­ar­legt viðtal við Heiðrúnu í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: