Tvöfaldar ráðstöfunartekjur efstu tíundar

Kristrún Frostadóttir á Alþingi.
Kristrún Frostadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir rík­is­stjórn­ina hafa náð vel sam­an um aðgerðir og að eng­inn þurfi að hafa áhyggj­ur af því að ekki sé samstaða þar um áhersl­urn­ar í fjár­laga­frum­varp­inu.

Þetta kom fram í svari hans við spurn­ingu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Alþingi.

Kristrún sagði sam­starfs­kon­ur Bjarna í rík­is­stjórn­inni, þær Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Lilju Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, hafa talað fyr­ir ann­arri for­gangs­röðun en komi fram í frum­varp­inu. Þ.e. að sækja meira fjár­magn í fjár­magn­s­tekj­ur, stór­út­gerð og hval­reka­skatta.

Kristrún spurði hvort Bjarni hafi sann­fært sam­starfs­ráðherra sína um ágæti sinn­ar leiðar. 

Bjarni sagði rík­is­stjórn­ina hafa tryggt öll­um tekju­tí­und­um auk­inn kaup­mátt. Hann sagði Sam­fylk­ing­una tala um að rík­is­stjórn­in vegi að heim­il­um á sama tíma og rík­is­stjórn­in hafi lækkað skatta um sem nem­ur 10 þúsund krón­um á mánuði.

„Það þarf eng­inn að hafa áhyggj­ur af því að í stjórn­inni sé ekki samstaða um fjár­laga­áhersl­urn­ar,” sagði hann.

Kristrún bætti við að ráðstöf­un­ar­tekj­ur efstu tekju­tí­und­ar á Íslandi hafi í fyrra auk­ist tvö­falt á við all­ar aðrar tí­und­ir. 52% aukn­ing hafi orðið í fjár­magn­s­tekj­um í fyrra, sú mesta síðan 2007.

mbl.is