Sakar Íslendinga um ósannindi

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, (samtaka norskra útgerðarmanna), segir Ílendinga og …
Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, (samtaka norskra útgerðarmanna), segir Ílendinga og Færeyinga tilkynna síld sem makrílafla. Ljósmynd/Fiskebåt

Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri sam­taka norskra út­gerðarmanna (Fiskebåt), hef­ur í tvígang sakað Íslend­inga og Fær­ey­inga um að landa síld sem mak­ríl af ásetn­ingi. Til­gang­ur­inn seg­ir hann vera að geta veitt meiri síld og rétt­lætt hlut­deild í mak­ríl­veiðunum.

Maråk hóf á miðviku­dag að draga í efa rétt­mæti afla­talna frá Íslandi er hann sagði í færslu á vef Fiskebåt að mak­ríl­veiðar ís­lensku skip­anna væru að eiga sér stað á óhefðbundn­um svæðum miðað við árs­tíma.

„Það bár­ust fregn­ir af því að ís­lensku skip­in væru að ná mak­ríl á lín­unni milli alþjóðlegs hafsvæðis og Jan Mayen. Þetta at­huguðu nokk­ur norsk skip sem fundu lítið af mak­ríl, hins veg­ar var mikið af síld á svæðinu þar sem Íslend­ing­ar höfðu til­kynnt um mak­ríl­veiðar. Við tók­um eft­ir því sama fyrr á þessu ári þegar mak­ríl­veiðar voru stundaðar af ís­lensk­um og fær­eysk­um skip­um langt norður á alþjóðlegu hafsvæði, þar sem einnig var mikið af síld. Þessi afla fór í mjöl og olíu,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.

Áhöfnin á Beiti NK með sýnishorn af gæðamakrílnum sem veiðst …
Áhöfn­in á Beiti NK með sýn­is­horn af gæðamakríln­um sem veiðst hef­ur í ís­lenskri lög­sögu. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Spari síld­arkvót­ann

Í sjáv­ar­út­vegs­blaðinu, Fiskeri­bla­det, í dag full­yrðir Maråk að ástæða þess að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar landi mak­ríl sem nýtt­ur er í fiski­mjöl og lýsi sé til að hylja yfir, því að mak­ríll­inn sé í raun síld. Þetta sé gert vegna þess að mak­ríll­inn sem fæst sé í litl­um gæðum og að afl­inn sem fæst sé blandaður.

„Ég tek það fram að Íslend­ing­ar segj­ast gefa upp rétt magn af síld og mak­ríl. Á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem ég hef, tel ég að mikið af síld sé skráð sem mak­ríl þar sem þeir stunda frjáls­ar mak­ríl­veiðar. Þannig spara þeir síld­arkvót­ann, og til­kynna meira um mak­ríl en þeir ná að veiða,“ seg­ir Maråk.

Þá tel­ur hann mik­il­vægt fyr­ir Íslend­inga og Fær­ey­inga að ná að veiða all­an þann mak­ríl sem þeir hafa heim­idl­ir fyr­ir í þeim til­gangi að rétt­læta kröf­ur sín­ar við samn­inga­borðið um hlut­deild í mak­ríl­veiðunum.

Gekk illa hjá Norðmönn­um

Á meðan ís­lensku skip­in veiddu mak­ríl sí­fellt nær Íslandi og jafn­vel í ís­lenskri lög­sögu hafði mak­ríl­veiði norsku skip­anna byrjað hægt og hef­ur gengið frem­ur illa að finna mik­inn þétt­leika mak­ríls í Nor­egs­hafi. Veiðin hef­ur þó verið ágæt í Norður­sjó.

Veiði ís­lensku skip­anna hef­ur verið sveiflu­kennd og hafa skip­stjór­ar þeirra sagt frá því að leita þarf eft­ir mak­ríln­um. Ein­staka sinn­um hef­ur þó glæðst og þá hef­ur feng­ist stór og stæðileg­ur mak­ríll. í byrj­un sept­em­ber tókst til að mynda Beiti NK að ná 855 tonn af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu og lýsti Tóm­as Kára­son skip­stjóri fisk­in­um sem „stór­um og góðum“, en hann var um 560 til 580 grömm.

mbl.is