„Þetta er bara fullkomið rugl“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir ásakanir norskra …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir ásakanir norskra útgerða í garð íslenskra um að þær séu að landa síld sem makríl vera rugl. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

„Ég svara þessu bara með ein­föld­um hætti. Þetta er bara rugl,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, er hann er innt­ur álits á full­yrðing­um þess efn­is að ís­lensk­ar út­gerðir séu að landa síld sem mak­ríl.

Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri sam­taka norskra út­gerðarmanna (Fiskebåt), hef­ur sakað Íslend­inga og Fær­ey­inga um að landa síld sem mak­ríl í þeim til­gangi að geta veitt meiri síld og rétt­lætt hlut­deild í mak­ríl­veiðunum.

„Marg­ur held­ur mig sig,“ seg­ir Binni. „Fólk sem kem­ur með svona ásak­an­ir, er oft­ast nær fólk sem hef­ur stundað eitt­hvað slíkt sjálft. Þetta er bara full­komið rugl, alla vega hvað okk­ur varðar. Við höf­um eng­in tök á þessu. Það er reglu­lega staðið yfir okk­ur frá Fiski­stofu og við erum að gera þetta rétt. Það er ekki flókn­ara.“

Hann seg­ir ekki í fyrsta skipti sem ís­lensk­ar upp­sjáv­ar­út­gerðir sæta svona ásök­un­um. „Ég vil bara minna á það að þegar við Vest­manna­ey­ing­ar vor­um að byrja á því að veiða mak­ríl, þá sátu við und­ir ásök­un­um af hálfu Íslend­inga, Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins um að við vær­um að veiða síld og skrá sem mak­ríl. Það kom hingað sendi­nefnd frá Nor­egi og Evr­ópu­sam­band­inu til að sjá lönd­un hjá okk­ur og þeir sáu bara að þetta var rétt,“ út­skýr­ir Binni.

Fisk­ur synd­ir nátt­úru­lega

Eitt af því sem Maråk hef­ur bent á, máli sínu til stuðnings, er að norsk skip hafi farið á svæði við lín­una milli alþjóðlegs hafsvæðis og Jan Mayen þar sem ís­lensk skip hafi til­kynnt um mak­ríl­veiði. Norsku skip­in fundu þó lítið af mak­ríl á svæðinu og var þar aðallega síld að finna.

Binni gef­ur lítið fyr­ir þessa dæmi­sögu. „Fisk­ur synd­ir nátt­úru­lega til og frá,“ seg­ir hann og virðist gáttaður á orðum Maråks. Hann er hins veg­ar ekki hissa á því að erfitt hafi verið að finna mak­ríl. „Staðan er bara sú að vegna samn­ings­leysi milli þjóðanna er stöðugt verið að veiða of mikið af mak­ríl.“

mbl.is