Niðurskurðurinn hafi „alvarlegar afleiðingar“

Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Broti, sem sýnd var á RÚV …
Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Broti, sem sýnd var á RÚV og Netflix. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Sam­bands ís­lenskra kvik­mynda­fram­leiðenda (SÍK) gagn­rýn­ir boðaðan niður­skurð til kvik­myndaiðnaðar­ins í fjár­laga­frum­varpi.

„Niður­skurður­inn sem boðaður er til kvik­mynda­sjóða í frum­varpi til fjár­laga 2023 nem­ur 433 millj­ón­um króna og mun hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir fram­leiðslu verk­efna sem eru þýðing­ar­mik­il í list­rænu og menn­ing­ar­legu sam­bandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá SÍK.

Stjórn SÍK seg­i­dy í til­kynn­ing­unni harma niður­skurð til kvik­myndaiðnaðar­ins í fjár­lög­um og seg­ir að hann gangi þvert gegn kvik­mynda­stefnu stjórn­valda til árs­ins 2030.

Niður­skurður­inn sem boðaður sé muni hafa þær af­leiðing­ar í för með sér að færri kvik­mynda­verk verði fram­leidd og sér­stak­ur styrkja­flokk­ur vegna gerðar sjón­varpsþátta muni ekki líta dags­ins ljós.

Anton Máni Svansson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda.
Ant­on Máni Svans­son, formaður Sam­bands ís­lenskra kvik­mynda­fram­leiðanda. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is