Skuldastaðan „frábær í alþjóðlegum samanburði“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra seg­ir stóru mynd­ina þegar kem­ur að fjár­lög­un­um vera skulda­stöðu rík­is­ins.

Í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni sagði hann skulda­stöðuna virðast ætla að hald­ast stöðug í 33% „sem í alþjóðleg­um sam­an­b­urði er frá­bært“.

Sig­urður Ingi sagði að ótt­ast hafi verið að eft­ir Covid-19 og út­streymi fjár­magns færi hún yfir 50%. „Sam­kvæmt fjár­mál­regl­un­um þurf­um við að kom­ast niður fyr­ir 30%," sagði hann.

„Það er dá­lít­ill mun­ur að vera að kljást við 50% skulda­hlut­fall en að fara úr 33 og niður fyr­ir 33 er verk­efni sem við ráðum vel við,“ bætti hann við og nefndi í því sam­hengi hag­vaxt­ar­spár.

Hann sagði að meðal ann­ars þurfi að byggja nógu mikið íbúðar­hús­næði í þessu sam­hengi. 

mbl.is