Framkvæmdastjórinn beri út lygar um Íslendinga

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert til í staðhæfingum um …
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert til í staðhæfingum um að íslenskar útgerðir séu markvisst að skrá síld sem makríl. Fiskistofa er á sama máli.

Bæði Fiski­stofa og út­gerðar­menn hér á landi eru sam­mála um að full­yrðing­ar tals­manns norskra út­gerðarmanna um að ís­lensk­ar upp­sjáv­ar­út­gerðir séu kerf­is­bundið að landa síld sem mak­ríl sé upp­spuni. Eng­in gögn eru til um að slík óheiðarleg vinnu­brögð eigi sér stað hér á landi.

Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri Fiskebåt (sam­taka norskra út­gerðarmanna), hélt því í tvígang fram í síðustu viku að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar væri af ásetn­ingi að skrá síld sem mak­ríl í þeim til­gangi að rétt­læta hlut sinn í mak­ríl­veiðunum og geta veitt meiri síld.

„Við vís­um þessu til föður­hús­anna, síld er flokkuð sér og skrá­ist sem slík við veiðarn­ar,“ svar­ar Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, innt­ur álits á full­yrðing­um Norðmanns­ins.

Erna Jóns­dótt­ir, sviðstjóri stjórn­sýslu- og upp­lýs­inga­sviðs hjá Fiski­stofu, tek­ur í sama streng og seg­ir: „Full­yrðing­ar Auðuns Maråk eru ekki studd­ar með rök­um.“

Allt fer í flokk­ara

Gunnþór seg­ir ekki þannig að koll­eg­ar hans í Nor­egi séu endi­lega sam­mála því sem talsmaður þeirra sé að segja. „Það er ekki eins og þetta komi frá út­gerðamönn­um í Nor­egi þó svo að þessi ágæti maður Auðunn Maråk sé að bera út lyg­ar um það sem ger­ist á Íslandi.“

Maråk sagði tvö um­merki um svindl og það væri ann­ars veg­ar að norsku mak­ríl­skip­in hafi ekki fundið mak­ríl á þeim slóðum sem Íslend­ing­ar hefðu áður til­kynnt um mak­ríl­veiði og hins veg­ar að mikið magn af afl­an­um færi í mjöl og lýsi.

„Það fer all­ur fisk­ur yfir flokk­ara þannig að þetta er al­veg skýrt í mak­ríln­um í sum­ar, fiskn­um var ekki landað í bræðslu held­ur flokkaður í frysti­húsi, unnið það sem hægt var að vinna og  það sem flokk­ast frá vegna gæðavanda­mála eða ástands fisks­ins fer til mjöl og lýs­is­vinnslu. Það er al­veg ljóst að á tíma­bili var fisk­ur­inn mjög dap­ur og fór tölu­vert yfir í mjöl og lýs­is­vinnsl­una meira en við vild­um, en svona er það stund­um þegar fisk­ur­inn er í miklu æti og mik­il áta í fiskn­um þá verður erfitt að fram­leiða mann­eld­is­vöru úr hon­um,“ út­skýr­ir Gunnþór.

Rök­leysa seg­ir Fiski­stofa

 „Við höf­um bent á að hlut­fall meðafla í mak­rílafla Íslend­inga er eðli­legt og það er ekk­ert sem bend­ir til að Auðunn hafi rétt fyr­ir sér,“ seg­ir Erna. Hún bend­ir á að Fiski­stofa hafi eft­ir­lit með lönd­un skipa sem stunda mak­ríl­veiðar. „Það hef­ur ekki komið upp til­felli þar sem verið er að skrá síld sem mak­ríl.“

Hún velt­ir því fyr­ir sér hvað kunni að vera ástæða þess að Maråk hafi varpað fram um­rædd­um ásök­un­um. „Það voru samn­ingaviðræður um mak­ríl í síðustu viku og þess­ar full­yrðing­ar hafa ef­laust átt að hafa áhrif þar inn.“

mbl.is