Nýr Björn EA 220 til Grímseyjar

Margir tóku á móti nýja Birni EA 220 á sunnudaginn …
Margir tóku á móti nýja Birni EA 220 á sunnudaginn og flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti bátnum. Ljósmynd/Hilmar Páll Jóhannesson

Nýr Björn EA 220 sigldi í fyrsta sinn til heima­hafn­ar í Gríms­ey á sunnu­dag­inn var. Flest­ir bát­ar Gríms­ey­inga sigldu á móti nýja bátn­um til að bjóða hann vel­kom­inn og mættu marg­ir á bryggj­una til að fagna bátn­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

„Við ætl­um að gera aðallega út á net og erum mikið í ufs­an­um,“ seg­ir Sig­urður Hennn­ings­son skip­stjóri. Afl­inn er oft­ast sett­ur ísaður á markað. Ef ekki er ferju­dag­ur þá er afl­inn slægður í Gríms­ey. Útgerðin fær byggðakvóta en leig­ir til sín mest af ufsa­heim­ild­un­um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Að útgerðinni standa bræðurnir Sigurður, Jóhannes og Henning Henningssynir sem …
Að út­gerðinni standa bræðurn­ir Sig­urður, Jó­hann­es og Henn­ing Henn­ings­syn­ir sem eru hér ásamt eig­in­kon­um sín­um. Ljós­mynd/​Hilm­ar Páll Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: