Allri áhöfninni á Stefni sagt upp

Áhöfninni á Stefni ÍS-28 hefru verið sagt upp og verður …
Áhöfninni á Stefni ÍS-28 hefru verið sagt upp og verður hætt að gera skipið út. Tæp 30 ár eru frá því að skipið var keypt til Ísafjarðar. Ljósmynd/Árni Sverrir Sigurðsson

Harðfrysti­húsið Gunn­vör (HG) í Hnífs­dal hef­ur sagt upp þrett­án manna áhöfn Stefn­is ÍS-28 og er út­gerð skips­ins hætt. Fyr­ir­tækið kveðst í til­kynn­ingu ætla að reyna eins og unnt er að finna störf fyr­ir skip­verj­ana á öðrum skip­um fé­lags­ins. Ástæða upp­sagn­anna er sögð niður­skurður í út­gefn­um afla­heim­ild­um.

„Úthlutað afla­mark í þorski hef­ur dreg­ist sam­an um 23% á síðustu tveim­ur fisk­veiðiár­um og drag­ast  afla­heim­ild­ir H-G hf. sam­an um 1.200 tonn við það. Einnig hef­ur orðið veru­leg skerðing  í út­hlutuðu afla­marki í gull­karfa, sem hef­ur verið mik­il­væg teg­und í út­gerð Stefn­is.  Í ljósi þessa hef­ur verið ákveðið að hætta út­gerð Stefn­is.  Með þeirri aðgerð mun rekstr­ar­grund­völl­ur annarra skipa fé­lags­ins styrkj­ast,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef HG.

Þá seg­ir að upp­sögn þeirra 13 sem um ræðir gild­ir frá ára­mót­um. „Útgerðin mun leit­ast við að út­vega þeim sem missa vinn­una störf á öðrum skip­um fé­lags­ins eins og kost­ur er.“

Stefn­ir ÍS 28 var smíðaður í Flekk­efjord í Nor­egi árið 1976 fyr­ir Flat­eyr­inga og bar fyrst nafnið Gyll­ir ÍS 261. Skipið var keypt til Ísa­fjarðar í árs­byrj­un 1993 og hef­ur verið gert út frá Ísaf­irði í nær 30 ár.

mbl.is