Ræddu um ESB í nærri sex tíma

Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikl­ar umræður sköpuðust á Alþingi í gær í kjöl­far þess að þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Viðreisn­ar lögðu fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. Umræðan hófst um klukk­an tvö og stóð til að verða átta og tók því drjúg­an hluta af fund­ar­tíma Alþing­is.

Nítj­án þing­menn tóku til máls á meðan umræðunum stóð. Til­lag­an gekk að lok­um til síðari umræðu og ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir það vera fagnaðarefni að þing­menn annarra flokka en flutn­ings­manna hafi tekið þátt í umræðunni, sem hún lýs­ir sem yf­ir­vegaðri.

„En það er ljóst að það eru skipt­ar skoðanir um það hvort menn eiga að fara for­ræðis­hyggju­leiðina og segja; nei, þjóðin hef­ur ekk­ert um þetta að segja því það er mín skoðun í dag, eða að segja bara; eig­um við ekki að leyfa þjóðinni að ákveða þetta,“ seg­ir hún í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina