Beint: Rusl á hafsbotni við Ísland

Dæmi um rusl sem fannst. Efst er trollnet sem fannst …
Dæmi um rusl sem fannst. Efst er trollnet sem fannst í Skeiðarárdjúpi árið 2019 flækt við kóralrif á 243 metra dýpi. Samsett mynd/Hafrannsóknastofnun

Á málstofu Hafrannsóknastofnunar flytur Petrún Sigurðardóttir, líffræðingur, erindið: „Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019.“

Hingað til hefur lítið verið vitað um örlög rusls í hafinu við Ísland en algengt er að sjá rusl á ströndum landsins og oft kemur rusl upp með veiðarfærum. Í nýlegri skýrslu var tekin saman dreifing rusls sem hefur fundist á myndefni af hafsbotni.

Alls var 94,1% af ruslinu sem fannst veiðarfæri, megnið fiskilína eða 80,5%. Al-mennt rusl eins og til að mynda plastpokar, plastfilmur og áldósir var aðeins 5,9% af því sem fannst.

mbl.is