Of snemmt að segja til um stærð loðnuvertíðarinnar

Hluti leiðangursins sem rannsóknaskipið Árni Friðriksson átti að sinna tafðist …
Hluti leiðangursins sem rannsóknaskipið Árni Friðriksson átti að sinna tafðist í viku vegna bilunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðrað hef­ur vel á loðnu­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en yf­ir­ferð rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar tafðist um viku vegna bil­un­ar. Þetta seg­ir Sig­urður Þór Jóns­son sem leitt hef­ur leiðang­ur­inn.

Stærsta loðnu­vertíð í tvo ára­tugi fór fram síðastliðin vet­ur og hef­ur verið spáð stórri vertíð á kom­andi vetri.

Sig­urður seg­ir loðnu hafa fund­ist í leiðangr­in­um en að of snemmt sé að segja til um það hvort gera megi ráð fyr­ir jafn stórri vertíð og fyrri spár Haf­rann­sókna­stofn­un­ar gáfu í skyn.

Haf­ís tak­markaði norður­för

En eru mæl­ing­arn­ar áreiðan­leg­ar? „Já, að minnsta kosti hvað varðar skil­yrði til mæl­inga á út­breiðslu­svæði loðnunn­ar,“ svar­ar hann.

„Veður hef­ur verið ein­stak­lega gott, aðeins skamm­vinn­ar smá­bræl­ur hingað til. Haf­ís kom í veg fyr­ir að Árni færi norður fyr­ir 72˚40', en það kem­ur mest niður á haf- og vist­fræðihluta rann­sókn­ar­inn­ar. Loðnu­leiðang­ur græn­lenska rann­sókna­skips­ins Tarajoq, sem nú hef­ur lokið sín­um hluta, og Árna Friðriks­son­ar hef­ur í aðal­atriðum gengið vel, þrátt fyr­ir ríf­lega viku töf vegna bil­un­ar Árna,“ út­skýr­ir hann.

mbl.is