Róbótar og alls kyns tækni í Laugardalshöll

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­in Ice­land Fis­hing Expo 2022 fer fram í Laug­ar­dals­höll um þess­ar mund­ir þar sem 150 fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, inn­lend og er­lend, sýna hinar ýmsu nýj­ung­ar í grein­inni.

    Þetta er í þriðja skipti sem sýn­ing­in er hald­in, og sú stærsta að sögn Ólafs M. Jó­hann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Rit­sýn­ar, sem held­ur sýn­ing­una, en áður var sýn­ing­in hald­in árin 2019 og 2016.

    Í Laug­ar­dals­höll má nú finna snjall­ar lausn­ir í sjáv­ar­út­vegi á borð við ró­bóta, snerti­laus­ar vigt­ir, sjálf­virk logsuðutæki og vél sem lýsa mætti sem „bylt­ingu í fisk­vinnslu“, vél­inni UNO frá Vélfagi, sem hönnuð er á  Ak­ur­eyri, og leys­ir af hólmi fimm aðrar vél­ar, færi­bönd og störf í fisk­vinnslu.

    Vél­in haus­ar fisk­inn, bein­sker hann, flak­ar og roðdreg­ur flök­in og galla­grein­ir loks áður en þau koma út.

    Sjón er sögu rík­ari, sjáðu mynd­skeið frá sýn­ing­unni hér fyr­ir ofan.

    mbl.is