Veitt tugum nýsköpunarfyrirtækjum aðstöðu í áratug

Hús Íslenska sjávarklasans var opnað 2012. Síðan þá hafa yfir …
Hús Íslenska sjávarklasans var opnað 2012. Síðan þá hafa yfir 150 fyrirtæki átt aðstöðu í húsinu til lengri eða skemri tíma. mbl.is/Árni Sæberg

Á morg­un verður liðinn ára­tug­ur frá því að Hús sjáv­ar­klas­ans var opnað. Á þess­um tíu árum hafa yfir 150 frum­kvöðlafyr­ir­tæki haft aðstöðu til lengri eða skemmri tíma í hús­inu og sum þeirra dafnað svo að hjá þeim starfa tug­ir eða jafn­vel hundruðir, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Þar er vak­in at­hygli á að Hús sjáv­ar­klas­ans „hef­ur verið fyr­ir­mynd svipaðrar aðstöðu, sem nú bygg­ist upp víða um land, og hafa aðstand­end­ur þeirra verk­efna notið liðsinn­is starfs­manna klas­ans við þá upp­bygg­ingu.“

Íslenski sjáv­ar­klas­inn fagnaði 10 ára af­mæli í fyrra en á morg­un verður s.s. tíu ár liðin frá því að hús þess var opnað sem skapaði aðstöðu fyr­ir ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­in.

Árang­ur­inn af klasa­sam­starf­inu í hús­inu hef­ur borist út fyr­ir land­stein­anna og er nú starfs­rækt svo­kallað syst­ur­hús í Port­land í Maine-ríki í Banda­ríkj­un­um und­ir merkj­um „The Hús“. Þykir tak­ast svo vel til að fyr­ir öld­unga­deild Banda­ríkjaþings ligg­ur frum­varp um stuðning við upp­bygg­ingu kla­sa­húsa og fyr­ir­mynd­in er sótt til Íslands.

„Þá hef­ur fjöldi hafna bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu sýnt áhuga á að koma upp sam­bæri­legri ný­sköp­un­ar­starf­semi og hafa for­svars­menn yfir 20 hafna heim­sótt klas­ann á und­an­gengn­um árum í þess­um til­gangi,“ seg­ir í til­kynnign­unni.

Hús sjáv­ar­klas­ans tek­ur á móti mikl­um fjölda inn­lendra og er­lendra gesta á hverju ári þar sem kynnt er ný­sköp­un­ar­starf­semi í bláa hag­kerf­inu á Íslandi og áhersla Íslenska sjáv­ar­klas­ans á betri nýt­ingu sjáv­ar­af­urða. Kynn­ing­in er und­ir yf­ir­skrift­inni „100% fisk­ur“ og vís­ar þar í viðleitni Sjáv­ar­klas­ans að stuðla að fullri nýt­ingu allra auka­af­urða sjáv­ar­af­urða, hvort sem er í fisk­veiðum eða eldi.

mbl.is