Kynna nýsköpun og nýjar lausnir í sjósókn

Kynntar verða nýjar lausnir í tengslum við sjósókn er snúa …
Kynntar verða nýjar lausnir í tengslum við sjósókn er snúa að öryggi og að draga úr umhverfisáhrifum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Í til­efni af því að alþjóðasigl­inga­dag­ur­inn 29. sept­em­ber er helgaður ör­yggi og græn­um lausn­um í sigl­ing­um fer fram ráðstefna und­ir yf­ir­skrift­inni „Stolt sigl­ir fleyið mitt“ á Grand hót­el í Reykja­vík, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir að mark­mið ráðstefn­unn­ar sé að „kynna ný­sköp­un og nýj­ar lausn­ir í sjó­sókn og sigl­ing­um sem draga úr um­hverf­isáhrif­um og/​eða auka ör­yggi sjófar­enda, þ.m.t. orku­skipti, bætta ork­u­nýt­ingu og sigl­inga­ör­yggi.“

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki halda fyr­ir­lestra um lausn­ir sín­ar og framtíðar­sýn á ráðstefn­unni sem er öll­um opin, en krefst for­skrán­ing­ar. Ráðstefn­an er hald­in af innviðaráðuneyti og Sigl­ingaráði í sam­starfi við Sam­göngu­stofu, Grænu ork­una og um­hverf­is- og orku- og lofts­lags­ráðuneytið.

mbl.is