Skoðanir eru skiptar um uppákomu í flugi Southwest Airlines frá Long Beach til Havaí á dögunum þar sem farþegum var óvænt boðið upp á kennslu á ukulele. Flugfélagið skrifaði um uppákomuna á Twitter og stóð ekki á viðbrögðum þar.
„Ég var ekki í þessu flgui, en ég myndi samt krefjast endurgreiðslu,“ skrifaði einn í gamni á Twitter. „Já ég held ég myndi enda á því að reyna að opna dyrnar,“ skrifaði annar. Einn spurði hversu margir hefðu krafist endurgreiðslu.
Í fréttatilkynningu frá Guitar Center, sem sá um kennsluna um borð, segir að farþegum hafi verið kennt að spila lagið Hello, Aloha. How are you?
Southwest reyndi að róa mannskapinn á Twitter og sagði að allir hefðu lagt ukulele-ið til hliðar eftir 20 mínútur því þá hefðu allir verið búnir að læra lagið fullkomlega.
Guitar Center: You can learn how to play the ukulele in 20 minutes.
— Southwest Airlines (@SouthwestAir) September 20, 2022
Us: prove it. pic.twitter.com/9YTtz9Q71G