148 langreyðar veiddust

Hvalbátarnir eru komnir á sinn gamla stað við Ægisgarð.
Hvalbátarnir eru komnir á sinn gamla stað við Ægisgarð. mbl.is/sisi

Hval­vertíðinni er lokið. Báðum hval­bát­un­um hef­ur verið lagt við bryggju í Reykja­vík­ur­höfn. Alls veidd­ust 148 langreyðar, sem er svipað og verið hef­ur á vertíðum und­an­far­inna ára.

Vertíðin stóð yfir frá 22. júní til 29. sept­em­ber, eða í slétta 100 daga. Kristján Lofts­son for­stjóri Hvals hf. læt­ur vel af ár­angr­in­um. „Sept­em­ber var sér­stak­lega góður, mikið af hval og stutt að fara og frá höfuðdegi má segja að hafi verið al­ger blíða, fyr­ir utan 2-3 daga um dag­inn,“ seg­ir Kristján.

Hann seg­ir að mikið hafi verið af hval við Suður- og Suðvest­ur­land. Flest­ir hval­irn­ir hafi verið veidd­ir í sept­em­ber sem er óvenju­legt því bræl­ur og skamm­deg­is­myrk­ur hafa oft dregið úr krafti veiðanna á þeim tíma.

Nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: