Rebekka nýr sérfræðingur Matvælaráðuneytisins

Rebekka Hilmarsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs í …
Rebekka Hilmarsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs í Matvælaráðuneytinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir hef­ur verið ráðin í tíma­bundið starf sér­fræðings á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs til að hafa um­sjón með vinnu við gerð laga­frum­varpa og reglu­gerða í tengsl­um við stefnu­mót­un mat­vælaráðherra í sjáv­ar­út­vegi á kjör­tíma­bil­inu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins. Þar seg­ir að Re­bekka mun starfa með fjór­um starfs­hóp­um mat­vælaráðherra við end­ur­skoðun á fisk­veiðilög­gjöf­inni ásamt sam­ráðsnefnd um stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegi, en sú vinna á að ljúka árs­lok 2023.

Re­bekka er lög­fræðing­ur að mennt og lauk ML gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík 2011. Hún hef­ur víðtæka reynslu af stjórn­sýslu og hef­ur síðustu fjög­ur ár gegnt starfi bæj­ar­stjóra Vest­ur­byggðar. Þar áður starfaði Re­bekka í sex ár sem sér­fræðing­ur á skrif­stofu land­búnaðar í for­vera mat­vælaráðuneyt­is­ins, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Fjöldi fólks

Sagt var frá því í maí síðastliðnum að Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hefði skipað 46 ein­stak­ling­ar í starfs­hóp­anna, sam­ráðsnefnd og verk­efn­is­stjórn vegna verk­efn­is­ins sem hef­ur fengið nafnið „Auðlind­in okk­ar“.

„Hlut­verk hóp­anna er að greina áskor­an­ir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengd­um grein­um ásamt því að meta þjóðhags­leg­an ávinn­ing fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Starfs­hóp­arn­ir fjór­ir sinna af­mörkuðum sviðum og bera heit­in Sam­fé­lag, Aðgengi, Um­gengni og Tæki­færi.“

Hóp­arn­ir og nefnd­in eru skipaðar í sam­ræmi við sátt­mála um rík­is­stjórn­ar­sam­starf Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks.

mbl.is