Útgerðin treg að styrkja skipakaup

Björgunarskipið Þór.
Björgunarskipið Þór. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarfélag Vestmannaeyja tók um helgina við Þór, nýju björgunarskipi. Björgunarskipið nýja, sem smíðað var í Finnlandi, kostar 285 milljónir. Ríkið borgar helminginn, en leitað er stuðnings fyrir hinum hlutanum.

Guðni Grímsson, formaður björgunarbátasjóðs Vestmannaeyja, segir fjármögnun skipakaupa hafa verið erfiða. Gagnrýnir hann sjávarútveginn sérstaklega, svo mikið sem hann eigi undir. „Þetta gerist á sama tíma og verðmæti sjávarafurða skilar útgerðarfyrirtækjum gróða upp á tugi ef ekki hundruð milljarða króna. Okkur hefur reynst erfitt að sækja peninga til þeirra,“ segir Guðni. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: