Gengi bréfa Brims og Síldarvinnslunnar lækkar

Gengi bréfa Brims hf. tók að lækka í morgun.
Gengi bréfa Brims hf. tók að lækka í morgun. mbl.is/Hari

Gengi hluta­bréfa Brims hf. og Síld­ar­vinnls­unn­ar hf. lækk­ar í upp­hafi viðskipta í Kaup­höll­inni í dag. Hafa bréf Brims lækkað um tæp 3,6% og Síld­ar­vinnsl­unn­ar um 1,7%.

Fé­lög­in eru jafn­framt þau einu sem lækka, en í morg­un kom út ráðgjöf vegna kom­andi loðnu­vertíðar og legg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un til að há­marks­afli verði um 45% minni en gert var ráð fyr­ir. Bæði Síld­ar­vinnsl­an og Brim hafa um­tals­verðar heim­ild­ir í loðnu.

Íslensku loðnu­skip­in veiddu yfir hálfa millj­ón tonn á síðustu vertíð og námu tekj­ur ís­lenskra út­gerða um 55 millj­arða króna vegna henn­ar. Sam­kvæmt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag verður aðeins heim­ilt að veiða 218.400 tonn, en þar af fá Græn­lend­ing­ar, Fær­ey­ing­ar og Norðmenn hluta í sam­ræmi við alþjó­lega fisk­veiðisamn­inga.

Hlut­ur Íslend­inga verður því ekki stór í sam­an­b­urði við síðustu vertíð.

mbl.is