Gamli Herjólfur fer nú aftur í áætlun

Herjólfur gamli mættur aftur til hafnar í Vestmannaeyjum.
Herjólfur gamli mættur aftur til hafnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Gamli Herjólf­ur kom til Vest­manna­eyja í gær. Hann mun leysa Herjólf af í sigl­ing­um á milli lands og Eyja á meðan ferj­an fer í slipp í Hafnar­f­irði. Áætlað hef­ur verið að skipið fari í slipp 8. þessa mánaðar og verði frá í allt að þrjár vik­ur.

Vega­gerðin leigði Herjólf til verk­efna í Fær­eyj­um gegn því að hægt yrði að kalla hann heim þegar á þyrfti að halda. Unnið var að dýpk­un Land­eyja­hafn­ar og á rif­inu utan við höfn­ina, í þeim til­gangi að höfn­in gæti nýst eldra skip­inu. Það er sett á áætl­un næst­kom­andi föstu­dag.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: