Kortleggja eignatengsl í sjávarútvegi

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur gert samning við Samkeppniseftirlitið um að …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur gert samning við Samkeppniseftirlitið um að tryggja fjárhagslegt svigrúm til að stofnunin geti ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hef­ur ákveðið að veita fjár­magni til að kort­leggja eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. Tals­vert er í að þar til gerð skýrsla verði til­bú­in en henni á að skila fyr­ir lok næsta árs, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir að eft­ir­lits­stofn­an­ir, sem hafa það hlut­verk að fylgj­ast með stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í ís­lensku at­vinnu­lífi, hafi að eig­in frum­kvæði áformað að efla sam­starf sín á milli með það að mark­miði að skapa betri yf­ir­sýn yfir stjórn­un­ar- og eigna­tengsl, nýta bet­ur þekk­ingu á því sviði og styrkja grein­ingu og nauðsyn­leg úrræði.

„Mat­vælaráðuneytið hef­ur gert samn­ing við Sam­keppnis­eft­ir­litið um að tryggja fjár­hags­legt svig­rúm til að stofn­un­in geti ráðist í at­hug­un á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi. Sam­hliða er stefnt að auknu sam­starfi stofn­ana á þessu sviði, þ.e. Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, Fiski­stofu, Skatts­ins og Seðlabanka Íslands,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir að þess­ari at­hug­un sé fyrst og fremst ætlað að „auka gagn­sæi og bæta stjórn­sýslu á sviði eft­ir­lits með stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.“ En stefnt er að því að afla upp­lýs­ing­ar og kort­leggja eigna­tengsl sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem hafa fengið út­hlutað „ákveðnu um­fangi afla­heim­ilda og áhrifa­valdi eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í gegn­um beit­ingu at­kvæðis­rétt­ar og stjórn­ar­setu í fyr­ir­tækj­um.“

Kort­lagn­ing eigna­tengsl­anna verður tek­in sam­an í skýrslu sem af­hent verður mat­vælaráðuneyt­inu eigi síðar en 31. des­em­ber 2023 og á þannig að nýt­ast ráðuneyt­inu í stefnu­mót­un­ar­vinnu um sjáv­ar­út­veg­inn.

„Skýrsl­an mun ekki fjalla um ákv­arðanir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins eða annarra eft­ir­lits­stofn­ana um frek­ari at­hug­an­ir eða íhlut­un á grund­velli starfs­heim­ilda eða starfs­skyldna sam­kvæmt hlutaðeig­andi lög­um. Hún mun hins veg­ar nýt­ast Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu, Fiski­stofu, Skatt­in­um og Seðlabanka Íslands við þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu og við beit­ingu laga­fyr­ir­mæla á viðkom­andi sviði. Við vinnslu skýrsl­unn­ar er stefnt að því að mótuð verði upp­lýs­inga­tæknium­gjörð sem nýt­ist við frek­ari kort­lagn­ingu og eft­ir­lit með stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í ís­lensku at­vinnu­lífi al­mennt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að kort­lagn­ing­in og til­heyr­andi skýrslu­gerð sé hluti af verk­efn­inu „Auðlind­in okk­ar“ er snýr að stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegi og end­ur­skoðun á fisk­veiðilög­gjöf­inni.

mbl.is