Norðurál valið Umhverfisfyrirtæki ársins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti forsvarsfólki umhverfismála Norðuráls verðlaunin. Frá vinstri: Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála og Gunnar Guðlaugsson forstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Um­hverf­is­verðlaun at­vinnu­lífs­ins voru til­kynnt við hátíðlega at­höfn á Um­hverf­is­degi at­vinnu­lífs­ins í dag. Um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins er Norðurál en fram­tak árs­ins á sviði um­hverf­is­mála á Sjóvá.

Þetta kem­ur fram á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. 

„Kol­efn­is­spor áls frá Norðuráli er með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um og hef­ur fyr­ir­tækið sett sér það mark­mið að ná fullu kol­efn­is­hlut­leysi. Norðurál er þátt­tak­andi í þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­verk­efn­um sem miða að því að þróa tækni­leg­ar lausn­ir sem gera það mögu­legt.

Norðurál býður viðskipta­vin­um sín­um um­hverf­i­s­vænt ál und­ir vöru­heit­inu Natur-Al™. Það er markaðssett sem ís­lenskt ál, er rekj­an­legt frá upp­hafi til enda fram­leiðslu­fer­ils­ins og vottað af óháðum aðilum. Þegar litið er á ferlið í heild, frá vinnslu hrá­efna til af­hend­ing­ar full­unn­inn­ar vöru, nem­ur kol­efn­is­spor Natur-Al™ ein­ung­is fjórðungi af heimsmeðaltal­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is