Hærra verð vegur á móti minni afla

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristófer Liljar

„Góð vertíð skiptir íslenskt samfélag auðvitað máli, hvort sem við horfum á útflutningstekjur, atvinnu eða tækifæri víða um land,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Hafrannsóknastofnun leggur til að hámarksafli á komandi loðnuvertíð verði 218 þúsund tonn og reikna má með að um 134 þúsund tonnum verði ráðstafað íslenskum skipum, mun minna en þau fengu á síðustu vertíð. Útflutningstekjur vegna næstu loðnuvertíðar gætu því orðið 20 milljörðum lægri en á þeirri síðustu.

„Það gefur augaleið að samdráttur á þessu sviði hefur áhrif. [...] Hér skiptir líka máli að verð sjávarafurða hefur hækkað stöðugt undanfarið hálft annað ár og hefur aldrei verið jafnhátt í erlendri mynt og nú í sumar. Það vinnur með okkur og vegur upp á móti mögulega minni afla," segir Bjarni. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: