Hærra verð vegur á móti minni afla

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristófer Liljar

„Góð vertíð skipt­ir ís­lenskt sam­fé­lag auðvitað máli, hvort sem við horf­um á út­flutn­ings­tekj­ur, at­vinnu eða tæki­færi víða um land,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra.

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að há­marks­afli á kom­andi loðnu­vertíð verði 218 þúsund tonn og reikna má með að um 134 þúsund tonn­um verði ráðstafað ís­lensk­um skip­um, mun minna en þau fengu á síðustu vertíð. Útflutn­ings­tekj­ur vegna næstu loðnu­vertíðar gætu því orðið 20 millj­örðum lægri en á þeirri síðustu.

„Það gef­ur auga­leið að sam­drátt­ur á þessu sviði hef­ur áhrif. [...] Hér skipt­ir líka máli að verð sjáv­ar­af­urða hef­ur hækkað stöðugt und­an­farið hálft annað ár og hef­ur aldrei verið jafn­hátt í er­lendri mynt og nú í sum­ar. Það vinn­ur með okk­ur og veg­ur upp á móti mögu­lega minni afla," seg­ir Bjarni. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: