Ítreka þörf á rannsóknum á lyfjaþoli

Fiskisjúkdómanefnd telur nauðsynlegt að rannsóknir á lyfjaþoli fiski- og laxalúsa …
Fiskisjúkdómanefnd telur nauðsynlegt að rannsóknir á lyfjaþoli fiski- og laxalúsa verði hrinnt í framkvæmd. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet

Fisk­sjúk­dóm­a­nefnd fann sig knúna, á síðasta fundi sín­um í sept­em­ber, til að ít­reka mik­il­vægi rann­sókna á lyfjaþoli fiski- og laxal­úsa.

Fiski- og laxal­ús geta herjað á eld­is­fisk­um í sjókví­um en sníkju­dýr­in geta orðið ónæm gegn lyfj­um. Í tvö ár hafa rann­sókn­ir á þessu sviði ekki farið fram eins og til stóð, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í dag.

Þor­vald­ur H. Þórðar­son, sviðsstjóri hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir skoðun Fiski­sjúk­dóm­a­nefnd­ar vera að „mik­il­vægt sé að fram­kvæma slík­ar rann­sókn­ir [...] svo hægt sé að fylgj­ast með þróun og stöðu lyfja­næm­is fiski- og laxal­ús­ar.“

Fjallað er um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: