Fisksjúkdómanefnd fann sig knúna, á síðasta fundi sínum í september, til að ítreka mikilvægi rannsókna á lyfjaþoli fiski- og laxalúsa.
Fiski- og laxalús geta herjað á eldisfiskum í sjókvíum en sníkjudýrin geta orðið ónæm gegn lyfjum. Í tvö ár hafa rannsóknir á þessu sviði ekki farið fram eins og til stóð, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.
Þorvaldur H. Þórðarson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir skoðun Fiskisjúkdómanefndar vera að „mikilvægt sé að framkvæma slíkar rannsóknir [...] svo hægt sé að fylgjast með þróun og stöðu lyfjanæmis fiski- og laxalúsar.“
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.