Vertíðin skili 20 milljörðum minna

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. segist áætla að komandi loðnuvertíð skili …
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. segist áætla að komandi loðnuvertíð skili þjóðarbúinu um 30 til 35 miljarða í útflutningstekjur.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segist í Morgunblaðinu í dag telja að komandi loðnuvertíð geta samanlagt skilað um 30 til 35 milljörðum í útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. Það er um 20 milljörðum minna en síðasta loðnuvertíð skilaði.

Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði veitt meira en 218 þúsund tonn, þar af fá íslensku útgerðirnar um 134 þúsund tonn. Binda því uppsjávarútgerðirnar vonir við að ráðgjöf hækki í kjölfar mælingu veiðistofns loðnu síðar í vetur.

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ekki útilokað að ráðgjöf …
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ekki útilokað að ráðgjöf vegna komandi loðnuvertíð geti minnkað í kjölfar vetrarmælingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðgjöf getur hins vegar lækkað í kjölfar þeirrar mælingar. „Það er ekki hægt að útiloka neitt í því samhengi,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is