Vertíðin skili 20 milljörðum minna

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. segist áætla að komandi loðnuvertíð skili …
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. segist áætla að komandi loðnuvertíð skili þjóðarbúinu um 30 til 35 miljarða í útflutningstekjur.

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ist í Morg­un­blaðinu í dag telja að kom­andi loðnu­vertíð geta sam­an­lagt skilað um 30 til 35 millj­örðum í út­flutn­ings­tekj­ur fyr­ir þjóðarbúið. Það er um 20 millj­örðum minna en síðasta loðnu­vertíð skilaði.

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að ekki verði veitt meira en 218 þúsund tonn, þar af fá ís­lensku út­gerðirn­ar um 134 þúsund tonn. Binda því upp­sjáv­ar­út­gerðirn­ar von­ir við að ráðgjöf hækki í kjöl­far mæl­ingu veiðistofns loðnu síðar í vet­ur.

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ekki útilokað að ráðgjöf …
Guðmudn­ur Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir ekki úti­lokað að ráðgjöf vegna kom­andi loðnu­vertíð geti minnkað í kjöl­far vetr­ar­mæl­ingu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ráðgjöf get­ur hins veg­ar lækkað í kjöl­far þeirr­ar mæl­ing­ar. „Það er ekki hægt að úti­loka neitt í því sam­hengi,“ seg­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Fjallað er nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is