Búast má við röskun á siglingum gamla Herjólfs á milli lands og Eyja næstu daga og jafnvel að ferjan þurfi að sigla eftir sjávarföllum inn í Landeyjahöfn. Skipið leysir Herjólf af hólmi á meðan hann er í slipp en gamla skipið ristir dýpra en það nýja og þarf því betri aðstæður til siglinga.
Dýpkunarskipið Álfsnes hefur verið notað við dýpkun í og við Landeyjahöfn að undanförnu en spilið, sem sér um að lyfta dælurörinu, bilaði í fyrrakvöld. Þurfti skipið að fara í viðgerð en reynt verður að koma því í lag eins fljótt og hægt er, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.