Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. október 2022, var ákveðið að hækka vðmiðunarverð á slægðum og óslægðum þorski um 5% og lækka viðmiðunarverð á slægðri og óslæðri ýsu um 8%, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Verðlagsstofu. Engar breytingar voru gerðar á karfa og ufsa.
Viðmiðunarverð er lágmarksverð í viðskiptum milli skyldra aðila og er þannig lágmarksviðmið í tangslum við laun sjómanna hjá útgerðum sem landa beint í eigin vinnslu.
Þá var ákveðið að breyta verðkúrfu óslægðs þorsks þar sem verð hækkar nú jafnt með þyngd að 8 kílóum en hækkun var áður tvískipt að 6,5 kílóum. Grunnverð óslægðs þorsk var síðast 185,60 krónur. en varð við breytingu verðkúrfu 225,75 krónur. Eftir 5% verðhækkun 4. október hækkar grunnverð í 237,04 krónur.