Endaði á bráðamóttöku eftir brúnkusprautun

Jennifer Coolidge með Emmy-verðlaunastyttuna sína í september. Coolidge er með …
Jennifer Coolidge með Emmy-verðlaunastyttuna sína í september. Coolidge er með viðkvæma húð. AFP

Grínleikkonan Jennifer Coolidge er með viðkvæma húð og reynir eftir bestu getu að nota húðvörur sem innihalda engin eiturefni. Hún lenti þó illa í því fyrir nokkrum árum þegar hún fór í brúnkusprautun. 

„Það eina sem skipti máli var hvernig húðin leit út. Ég hugsaði aldrei mikið um innihaldsefni. En svo, fyrir um fimm eða sex árum, byrjaði ég að fá ofnæmi,“ skrifar Coolidge í pistli á Allure. Hún byrjaði að tárast en í fyrstu datt henni ekki í hug að ástæðan væru snyrtivörurnar hennar. 

Hún fékk heldur betur að finna fyrir ofnæminu þegar hún fór í tökur á þáttunum The White Lotus. Þættirnir eru teknir upp á hóteli á Hawaii. „Ég vildi ekki líta út eins og stór hvítur sykurpúði á ströndinni á Hawaii svo ég fór í brúnkusprautun. Ég fór í flugvélina og mér byrjaði að líða mjög illa. Þegar ég kom út úr flugvélinni varð ég að fara á bráðamóttökuna,“ skrifar Coolidge í pistlinum. Í staðinn fyrir brúnkusprautun með skaðlegum efnum var ákveðið að farða leikkonuna í tökum á The White Lotus. Eftir tökudagana fór hún svo beint í sturtu. 

Í dag fer Coolidge mjög varlega þegar hún velur snyrtivörur. Hún segir jafnvel merki sem markaðssetja sig sem hrein merki selja vörur sem innihalda óæskileg efni. „Þú áttar þig á því að kannski er ekki gott fyrir heilsuna að nota allt þetta dót,“ skrifar Hollywood-stjarnan. Leikkonan segist mjög viðkvæm og því passar hún sig að nota vörur með náttúrulegum olíum og náttúrulegar snyrtivörur án parabena. 

Jennifer Coolidge lenti illa í því þegar hún fór í …
Jennifer Coolidge lenti illa í því þegar hún fór í brúnkusprautun. AFP
mbl.is