Telja tillögu þingmanna VG vega á móti samþjöppun

Strandveiðifélag Íslands kveðst styðja þingsályktunartillögu fimm þingmanna VG og segir …
Strandveiðifélag Íslands kveðst styðja þingsályktunartillögu fimm þingmanna VG og segir veiðarnar skynsamlega byggðastefnu og þjóðhagslega mikilvægar. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Strand­veiðifé­lag Íslands tel­ur þings­álykt­un­ar­til­lögu fimm þing­manna Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar Græns fram­boðs aum aukn­ingu hlut­deild at­vinnu- og byggðakvóta í heild­arkvót­an­um geta „bjargað næstu strand­veiðivertíð eft­ir ófar­ir síðustu vertíðar,“ að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu.

Strand­veiðar sum­ars­ins voru stöðvaðar 21. júlí eft­ir að þær afla­heim­ild­ir sem veiðunum var ætlað kláruðust, en með aukn­um heim­ild­um hefði verið hægt að stunda veiðarn­ar út ág­úst­mánuð. Í yf­ir­lýs­ing­unni kveðst Strand­veiðifé­lagið styðja fylli­lega „efl­ingu fé­lags­lega hluta fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins“ og hvet­ur Alþingi til að samþykkja til­lög­una.

Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sem um ræðir fel­ur Alþingi mat­vælaráðherra að færa hlut at­vinnu- og byggðakvóta af heild­arkvóta hvers fisk­veiðiárs úr 5,3% í 8,3%. Sam­hliða því að leggja áherslu á að breyt­ing­in tryggi strand­veiðum aukn­ar afla­heim­ild­ir.

Strandveiðifélag Íslands var stofnað í mars.
Strand­veiðifé­lag Íslands var stofnað í mars. Ljós­mynd/​Aðsend

„Strand­veiðar eru skyn­sam­leg byggðastefna og þjóðhags­lega mik­il­væg­ar,“ er full­yrt í yf­ir­lýs­ingu Strand­veiðifé­lags­ins. „Þær auka nýliðun, at­vinnu, af­leidd störf, starf­semi fisk­markaða og styðja sér­stak­lega brot­hætt­ar byggðir. Þessi aðgerð yki fyr­ir­sjá­an­leika í viðkvæmri at­vinnu­grein, minnkaði sveifl­ur vegna kvóta­skerðing­ar sem hef­ur meiri áhrif á smærri út­gerðir en þær stærri.“

Þá tel­ur fé­lagið strand­veiðikerfið til þess fallið að vega á móti „samþjöpp­un og fákeppni í grein­inni og for­senda þess að kvóta­laus­ar fisk­vinnsl­ur séu rekstr­ar­hæf­ar með því að út­vega þeim gæðahrá­efni í gegn­um fisk­markaði.“

Tek­ist á um til­lög­una

Ekki eru all­ir á einu máli um til­lög­una og vakti Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is hf., at­hygli á því í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu 3. októ­ber síðastliðinn að til­laga um aukna hlut­deild at­vinnu- og byggðakvóta kem­ur á sama tíma og mik­ill niður­skurður í leyfi­leg­um há­marks­afla.

„Nú boða þing­menn VG 50% aukn­ingu á um­rædd­um til­færsl­um til sum­arstarf­anna á strand­veiðinni. Ég virði það við þessa þing­menn að nú er ekki, eins og áður var gert, verið að fela það af hvaða sjó­mönn­um vinn­an er tek­in og til hverra hún er færð. Það mun skerpa alla umræðu um málið,“ sagði Pét­ur Haf­steinn í grein sinni.

mbl.is