Mál var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun þar sem karlmaður er ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að nauðga stúlku sem var yngri en 18 ára.
Samkvæmt ákæru í málinu átti brotið sér stað á heimili stúlkunnar, en maðurinn er sagður hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung sest klofvega ofan á stúlkuna og haldið henni niðri meðan hann nuddaði kynfærum sínum við andlit hennar þangað til hann fékk sáðlát.
Saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, en ákært er samkvæmt 1. mgr. 194 gr. almennra hegningarlaga. Gefur það til kynna að stúlkan hafi verið á milli 15 og 18 ára þegar brotið átti sér stað, en jafnan er vísað í 202. grein sömu laga varðandi sem virkar sem þyngingarákvæði sé brotaþoli yngri en 15 ára.
Móðir stúlkunnar fer fyrir hönd dóttur sinnar fram á að maðurinn greiði henni 2 milljónir í skaðabætur auk málskostnaðs.