„Eins og maður sé kominn aftur heim“

Steinar Magnússon er aftur farinn að sigla gamla Herjólfi eftir …
Steinar Magnússon er aftur farinn að sigla gamla Herjólfi eftir sjö ára hlé. Hann tekur þriggja vikna törn á meðan nýja ferjan er í slipp. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Það er eins og maður sé kominn aftur heim, alveg stórkostlegt. Það er tekið vel á móti manni, allir að heilsa, bæði áhöfnin sem hér er og farþegar,“ segir Steinar Magnússon sem var skipstjóri á gamla Herjólfi í níu ár en hann var fenginn ásamt öðrum gömlum skipstjóra, Ívari Gunnlaugssyni, til að sigla skipinu á meðan það leysir nýja Herjólf af á meðan hann er í viðgerð.

„Þeir vildu fá menn sem hafa verið hér um borð,“ segir Steinar um ástæðu þess að gömlu skipstjórarnir eru fengnir til starfa þessar vikur.

Rætt er við Steinar í Morgunblaðinu í dag. 

Farþegarnir eru vel klæddir enda kalt úti þegar siglt er …
Farþegarnir eru vel klæddir enda kalt úti þegar siglt er á milli.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: