Það var sannarlega stemning á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi þegar eigandi staðarins, Birgitta Líf Björnsdóttir, hélt upp á þrítugsafmæli sitt á staðnum. Kampavínið flæddi að sjálfsöðu í afmæli Birgittu sem er einmitt „brand ambassador“ fyrir Möet kampavínið.
Birgitta er markaðsstjóri World Class, sem foreldrar hennar Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiga og einnig áhrifavaldur og raunveruleikastjarna í þáttunum LXS.
Vinir og fjölskylda Birgittu fjölmenntu á staðinn. Sunneva Eir Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir létu sig vanta. Á meðal gesta voru einnig Binni Glee, Helga Margrét Agnarsdóttir og Pattra Sriyanonge. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnaði einnig áfanganum með Birgittu.
Herra hnetusmjör, Gísli Pálmi og Aron Can sáu um að skemmta gestum fram á kvöld.