Sjálfstæðisflokkur og Píratar bæta við sig

Fylgi Framsóknar, Samfylkingar, Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar breyttist lítið á …
Fylgi Framsóknar, Samfylkingar, Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar breyttist lítið á milli mánaða. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjálf­stæðis­flokk­ur og Pírat­ar hafa bætt við sig fylgi sem nem­ur tveim­ur pró­sentu­stig­um síðan í sept­em­ber sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu um fylgi stjórn­mála­flokka í októ­ber.

Fylgi Vinstri grænna fer niður um eitt pró­sentu­stig og fylgi Sam­fylk­ing­ar um 0,8 pró­sentu­stig. Fylgi Fram­sókn­ar, Miðflokks­ins, Sósí­al­ista­flokks­ins og Viðreisn­ar breytt­ist lítið á milli mánaða.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir mæl­ast þá sam­tals með 45,5% en stjórn­ar­and­stöðuflokk­ar með 54,5%. Í Alþing­is­kosn­ing­un­um árið 2021 mæld­ust rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir sam­an­lagt með 54,4%. 

Könn­un­in fór fram dag­ana 30.sept­em­ber til 17.októ­ber 2022 og voru 1.638 svar­end­ur sem tóku af­stöðu í könn­un­inni. 

mbl.is