Engin svör hafa fengist frá innviðaráðuneytinu við fyrirspurn blaðamanns um það hvort björgunarbáturinn Kobbi Láka getur fengið undanþágu frá reglugerð sem krefst þess að hann sé sjálfréttandi.
Björgunarsveitin Ernir keypti bátinn frá Noregi en vegna reglugerðarinnar ekki fengist skráður hér á landi, en án skráningar má hann ekki vera í rekstri. Því búa sjófarendur að óbreyttu við takmarkaða björgunargetu á Vestfjörðum.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.