Kleó læstist inni í Grandaskóla

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Læðan Kleó týnd­ist í gær en fannst svo í morg­un inni í smíðastofu Granda­skóla, þar sem hún hafði lokast inni. 

    „Við áttuðum okk­ur á því í gær að Kleó var ekki búin að vera heima lengi. Við fór­um að leita að henni nokkr­um sinn­um en fund­um hana ekki. Við fór­um svo aft­ur að leita að henni klukk­an sjö í morg­un og þá setti ég inn aug­lýs­ingu á Face­book.“

    Edda býr, ásamt kær­ustu sinni og kett­in­um Kleó, beint á móti Granda­skóla. Voru þær að ganga enn eina ferðina í leit að Kleó þegar þær fengu sím­tal þar sem þær voru spurðar hvort kött­ur­inn sem væri fast­ur inni í Granda­skóla, væri ekki Kleó. 

    Kleó þótti ekki jafn skemmtilegt í skólanum eftir að allir …
    Kleó þótti ekki jafn skemmti­legt í skól­an­um eft­ir að all­ir krakk­arn­ir voru farn­ir heim í helg­ar­frí. Ljós­mynd/​Rós Kristjáns­dótt­ir

    Þá hafði ör­fá­um mín­út­um áður, verið birt mynd af ketti, sem var fast­ur inni í smíðastofu Granda­skóla, í íbúa­hóp Vest­ur­bæ­inga á Face­book, og aug­lýst eft­ir eig­end­um. 

    Skóla­stjór­inn stökk til

    Þær stukku yfir göt­una og fengu þá annað óvænt sím­tal, en það var frá eig­in­manni skóla­stjóra Granda­skóla, Önnu Sig­ríðar Guðna­dótt­ur. Hann upp­lýsti þær um að Anna Sig­ríður væri að finna til lykl­ana sína og yrði mætt á svæðið inn­an skamms, en hún hafði séð færsl­urn­ar á Face­book. 

    „Svo leyst­ist þetta allt á ör­fáaum mín­út­um.“ Eddu þótti ótrú­legt að finna fyr­ir þess­um mikla sam­hug í hverf­inu. 

    „Kis­an okk­ar á líka marga vini í hverf­inu og það voru heilmarg­ir kett­ir farn­ir að fylgja okk­ur eft­ir þegar við vor­um að leita að henni.“

    Kleó var glöð að komast heim.
    Kleó var glöð að kom­ast heim. Ljós­mynd/ Edda Inga­dótt­ir
    mbl.is