Beint: Fundað um auðlindina á Ísafirði

Opinn fundur um fiskveiðiauðlindina fer fram í Edinborgarhúsinu.
Opinn fundur um fiskveiðiauðlindina fer fram í Edinborgarhúsinu. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Fyrsti opni fund­ur­inn und­ir merkj­um „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ fer fram í  Ed­in­borg­ar­hús­inu á Ísaf­irði. Fund­ur­inn er sá fyrsti af fjór­um sem haldn­ir verða um land allt í til­efni af um­fangs­mik­illi stefnu­mót­unn­ar­vinnu stjórn­valda í mál­efn­um fisk­veiðiauðlind­ar­inn­ar.

Hinir fund­irn­ir verða haldn­ir á Reyðarf­irði 1. nóv­em­ber, Vest­manna­eyj­um 8. nóv­em­ber og Ak­ur­eyri 15. nóv­em­ber. Auk þess að vera í beinu streymi er hægt að senda inn spurn­ing­ar í gegn­um netið (sjá neðst í frétt­inni).

Fund­ar­stjóri fund­ar­ins á Ísaf­irði er Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar. Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir sér­fræðing­ur á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs og fyrr­um bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggðar mun halda er­indi um verk­efnið. Auk þess taka þátt í fund­in­um þau Bene­dikt Árna­son ráðuneyt­is­stjóri mat­vælaráðuneyt­is, Halla Jóns­dótti úr starfs­hópn­um Um­gengni og fram­kvæmda­stjóri Op­ti­tog, Katrín Júlí­us­dótt­ir úr starfs­hópn­um Sam­fé­lag og fyrr­um ráðherra og Óskar Veigu Óskars­son úr starfs­hópn­um Tæki­færi og sölu­stjóri Mar­el.

 

mbl.is