Innflutningsbanninu frestað á ný

Landselur í öruggu skjóli í Norðurfirði í Árneshreppi. Þó nokkrir …
Landselur í öruggu skjóli í Norðurfirði í Árneshreppi. Þó nokkrir selir eiga það til á ári hverju að flækjast í grásleppunet og drukkna. mbl.is/RAX

Gildis­töku inn­flutn­ings­banns ban­ada­rískra yf­ir­valda á sváfar­af­urðir sem má rekja til veiða þar sem sjáv­ar­spen­dýr eru meðafli eða úr fisk­eldi sem get­ur haft skaðleg áhrif á sjáv­ar­spen­dýr hef­ur verið frestað á ný, nú til 31. des­em­ber 2023.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins.

Haf- og lofts­lag­stofn­un Banda­ríkj­anna (NOAA) tók ákvörðun um frest­un ný­verið en regl­urn­ar sem um ræðir voru inn­leidd­ar 2016  en var þá gert ráð fyr­ir að bannið að tæki gildi 1. janú­ar 2022 en var árið 2020 frestað til 1. janú­ar 2023.

Veru­leg­ar áhyggj­ur hafa verið uppi hér á alndi vegna um­ræddra reglna enda er nokkuð um sjáv­ar­spen­dýr sem meðafla í ákveðnum veiðum, sér­sta­kelga í grálseppu­veiðum og veiðum með þorska­net.

mbl.is