Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður, og Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður, eru nýtt par. Parið hefur verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði.
Sunna og Guðni vinna bæði hjá Ríkisútvarpinu, hvort á sinni deild, en Sunna er á fréttadeild og annast meðal annars þættina Þetta helst og Heimskviður á Rás 1.
Guðni er listsagnfræðingur að mennt og stýrir menningarþáttum á Rás 1. Hann stýrði lengi vel þættinum Víðsjá.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!