Ástin blómstrar á Ríkisútvarpinu

Sunna Valgerðardóttir og Guðni Tómasson eru nýtt par.
Sunna Valgerðardóttir og Guðni Tómasson eru nýtt par. Samsett mynd

Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður, og Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmaður, eru nýtt par. Parið hefur verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði.

Sunna og Guðni vinna bæði hjá Ríkisútvarpinu, hvort á sinni deild, en Sunna er á fréttadeild og annast meðal annars þættina Þetta helst og Heimskviður á Rás 1.

Guðni er listsagnfræðingur að mennt og stýrir menningarþáttum á Rás 1. Hann stýrði lengi vel þættinum Víðsjá. 

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!

View this post on Instagram

A post shared by Guðni Tómasson (@gydnid)

mbl.is