Lítur ekki lengur út eins og marinn unglingur

Ljósmynd/Unsplash, Apostolos Vamvou

„Þú lítur út eins og þú sért með marbletti á báðum augum,“ sögðu vinirnir við eina 18 ára fyrir 15 árum. Í mörg ár var hún hrædd við allt sem hét skygging og augnskuggar. 

Nýlega varð þessi stúlka sem nú er á fertugsaldri fyrir uppljómun. Það þarf ekkert að vera voða flinkur að blanda saman mörgum litum. Ef litirnir í augnskuggapallettunni eru fallegir og kannski með smá glimmer og öðrum skemmtilegheitum er hægt að komast upp með nánast hvað sem er. Konan lítur ekki út eins og stúlka sem varð óvart fyrir hnefa klukkan fimm um morgun í Bankastrætinu þegar hún málar sig. Nýlega prófaði hún augnskuggapallettuna Ombres G frá Guerlain. Í henni eru fjórir litir og þar af tveir litir með glimmeri, annar vínrauður og haustlegur og hinn gylltur. Konan setti þann vínrauða á augnlokin og gyllta í kringum augun – af því hún var í góðu skapi. Enginn hélt að hún hefði lent í árás.

Samstarfskonur hennar sem eru enn á þrítugsaldri setja á sig minnst tíu förðunarvörur áður en þær mæta í vinnuna. Þær fæddust ekki fyrir fall múrsins heldur ólust upp við samfélagsmiðla. Stundum eru þrjár snyrtivörur alveg nóg, til dæmis ef maður er á ferðinni og snyrtitaskan er lítl eins og konan lenti í um daginn. Hún notaði litaða andlitsfarðann Parure Gold Skin Matte frá Guerlain sem slétti úr húðinni og gaf henni aukinn ljóma. Hún notaði síðan augnskuggana úr fyrrnefndri Ombres G-pallettu frá Guarlain og svindlaði aðeins og potaði puttunum í möttu litina úr pallettunni og klessti aðeins á kinnbeinin. Neyðin kennir jú naktri konu að spinna. Hún treysti svo á traustan vin, Lancôme, og setti maskarann Le 8 Hypnôse Mascara frá merkinu á augnhárin.

„Hún er að fara á ball,“ hefði einhver getað sungið þrátt fyrir að klukkan væri bara 09.15 á virkum degi og snyrtivörurnar voru bara þrjár.

Það getur ekkert klikkað með þessum litum.
Það getur ekkert klikkað með þessum litum.
Húðin ljómar í vetur með létta farðanum frá Parure Gold …
Húðin ljómar í vetur með létta farðanum frá Parure Gold Skin Matte.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: