Lás og grandari í andlitið

Einn í áhöfninni á Hoffellinnu fék dragnótarlás í andlitið þegar …
Einn í áhöfninni á Hoffellinnu fék dragnótarlás í andlitið þegar ólag kom á skipið. mbl.is/Albert Kemp

Slys­in ger­ast hratt og lentu tveir skip­verj­ar á sitt hvoru skip­inu í því að fá högg á and­litið í vet­ur.

Sá fyrri var um borð í Hof­felli SU-80 þegar skipið var statt á veiðum á Aust­fjarðarmiðum þann 19. janú­ar. Á þess­um degi voru öld­ur um þrír til fimm metr­ar en nokk­ur vestanátt.

„Skip­verj­ar voru að taka trollið. Svo­kallaður drag­nót­ar­lás var fast­ur í pok­an­um. Þegar skip­verji var að rykkja í lás­inn kom ólag á skipið og losnaði hann við það og lenti í and­liti skip­verj­ans,“ seg­ir í skýrslu Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa.

Drag­nót­ar­lás­inn þjónaði því hlut­verki að vera ör­yggi ef stert­ur­inn slitnaði en ahnn var graf­inn ofan í pok­ann og þurfti átak við að losa hann.

Lyft­ist und­an öldu

Þann 20. mars fékk síðan ann­ar skip­verji sem var að lása patent­lás á Pálínu Þór­unni GK-49 grand­ar­ann í and­litið þegar hann lyft­ist und­an öldu. Pálína Þór­unn var á tog­veiðum og var búið að kasta troll­inu og slaka út grönd­ur­um, en kasta átti á meira dýpi og því nauðsyn­legt að lengja grand­ara, að því er fram kem­ur í skýrslu nefn­ar­inn­ar um málið.

„Þegar komið var að þeim stað þar sem lengja átti grand­ar­ana var keðju­vasa vafið utan um grand­ara­keðjuna, um 3-4 metra frá sam­setn­ingu, og hann fest­ur með híf­ing­argils. Slakað var í grand­arspil þannig að grand­ar­ar fyr­ir fram­an keðju­vasa voru slak­ir. Skipið fékk á sig öldu á því augna­bliki sem skip­verj­inn beygði sig niður til að lása grand­ar­an­um í sund­ur. Við það slóst grand­ar­inn fram­an í hann,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Pálína Þórunn GK-49 hét áður Steinunn SF-10.
Pálína Þór­unn GK-49 hét áður Stein­unn SF-10. Ljós­mynd/​Arn­björn Ei­ríks­son

Skip­verj­inn fékk aðhlynn­ingu um borð en hann bólgnaði í fram­an og leitaði lækn­is þegar komið var í land tveim­ur dög­um síðar. Reynd­ist hann við skoðun ekki hafa hlotið bein­brot.

„Þegar veður er slæmt get­ur verið skyn­sam­legra að lengja í grönd­ur­um þegar veiðarfærið er fyr­ir inn­an. Togþilfar þessa skips er stutt og því erfitt og taf­samt að viðhafa slíkt verklag. Í þessu til­felli hefðu keðjur sem fest­ar eru í rennuþil minnkað lík­ur á að grand­ari slæg­ist til,“ seg­ir í sér­stakri ábend­ingu Rann­sókna­nefnd­ar.

mbl.is