Beint: Fundað um auðlindina á Eskifirði

Fundað er á Eskifirði í dag um framtíð fiskveiðiauðlindarinnar.
Fundað er á Eskifirði í dag um framtíð fiskveiðiauðlindarinnar. mbl.is

Ann­ar opni fund­ur­inn und­ir merkj­um „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ fer fram í Val­höll á Eskif­irði, en verk­efnið er liður í um­fangs­mik­illi stefnu­mót­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, í mál­efn­um fisk­veiðiauðlind­ar­inn­ar.

Alls verða fund­irn­ir fjór­ir. Sá fyrsti fór fram á Ísaf­irði í síðustu viku og verður sá næsti í Vest­manna­eyj­um 8. nóv­em­ber og hinn síðasti á Ak­ur­eyri 15. nóv­em­ber. Fund­ur­inn verður send­ur út í beinu streymi og hægt er að senda inn spurn­ing­ar í gegn­um netið (sjá neðst í frétt­inni).

Fund­ar­stjóri að þessu sinni er Stefán Þór Ey­steins­son, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar.

mbl.is